Háskólastyrkir í US

Bandarískir háskólar eru með þeim fremstu í heiminum hvað varðar háskólanám, aðstæður fyrir námsmenn og umgjörð um háskólaíþróttir sem eru stundaðar samhliða námi. Vagga körfuboltans er í bandaríkjunum og háskólakörfubolti gríðarlega vinsæll. Öll umgjörð og stemning á körfuboltaleikjum þar er ólýsanleg. Á lista US News um fremstu háskóla í heiminum hvað varðar gæði náms koma yfirburðir bandarískra háskóla berlega í ljós; átta bandarískir háskólar tróna í topp tíu á lista miðilsins og þrjátíu af efstu fimmtíu háskólum á listanum eru bandarískir. Það er kostnaðarsamt að leggja stund á nám í bandarískum háskólum og því eftir miklu að slægjast fyrir íslenskt körfuknattleiksfólk að landa íþróttastyrk og sameina námið og körfuboltann til að fá fyrsta flokks þjálfun við topp aðstæður og útskrifast með verðmæta námsgráðu í lok námsins.

Nánar um bandaríska háskóla

Bandarískir háskólar eru í fararbroddi hvað varðar aðstöðu og þjálfun fyrir körfuboltafólk; íþróttamannvirki, þjálfun og aðstæður eru með því besta sem gerist. Háskólaumhverfið í bandarískum háskólum með aðlagandi háskólasvæði, eða campus Í mörgum skólum liggur mikil saga og glæsilegar byggingar hýsa starfsemi skólana. Háskólasamfélagið er afar aðlagandi og í senn spennandi umhverfi til að æfa íþróttir, læra og þroskast sem einstaklingur. Háskólanám í bandaríkjunum er spennandi kostur fyrir íþróttamenn sem vilja æfa við bestu aðstæður og tilbúnir að leggja mikið á sig til að öðlast íþróttastyrk með námi. Skólagjöld við ríkisskóla fyrir þá sem búa utan viðkomandi ríkis (out of state) eru á bilinu USD 8.000 – 20.000 á ári. Skólagjöld við einkaskóla eru enn hærri, eða á bilinu USD 15.000 – 40.000 á ári. Við þetta bætist síðan annar kostnaður sem getur verið verulegur. Það eru því umtalsverð verðmæti fólgin í því að hljóta íþróttastyrk og útskrifast með námsgráðu frá bandarískum háskóla.

Styrkir samfara námi

Íþróttastyrkir við bandaríska háskóla eru mismunandi en ná oftast yfir kostnað við námið, námsbækur og hugsanlega frítt húsnæði einnig. Skólarnir eru af ýmsum stærðum og misjafnar áherslur bæði körfuknattleikslega og hvað varðar námskröfur þannig að það skiptir miklu máli að velja skóla sem samræmist því sem íþróttamaðurinn sækist eftir þannig að dvölin verði sem ánægjulegust og árangursríkust. Flestir háskólar bjóða upp á ákveðinn fjölda styrkja til íþróttamanna. Fjölmargt íslenskt körfuboltafólk hefur undanfarin ár fengið styrki við bandaríska háskóla og spilað körfubolta með góðum árangri. Það er gríðarleg samkeppni um styrki þannig að þau sem hafa getu í körfubolta og námslega þurfa að leggja mikið í vinnu við að koma sér á framfæri, standast inntökupróf og vinna skipulega að því að landa styrk. ANSAathletics vinnur að því að markaðssetja íþróttamanninn og koma honum á framfæri við viðeigandi skóla og auðveldar allt ferlið við að ná styrk til muna.