ANSA ATHLETICS

Þjónustu- og fræðslufyrirtæki

 
 

ANSA ATHLETICS

Þjónustu- og fræðslufyrirtæki

 
 

ANSA ATHLETICS

Þjónustu- og fræðslufyrirtæki

ANSA ATHLETICS

Hvað gerum við?

ANSAathletics vinnur með íslensku körfuknattleiksfólki, bæði stúlkum og drengjum, í að komast á námstyrk í bandarískum háskólum í gegnum körfubolta.

ANSA vinnur annars vegar að því að kynna bandaríska háskóla og körfuknattleikinn sem þar er leikinn hérlendis og hins vegar benda íslensku körfuknattleiksfólki á þá miklu möguleika og tækifæri sem felast í að spila körfuknattleik á íþróttastyrk samfara námi við háskóla vestanhafs.

Markmiðið með þessari starfsemi er að fjölga íslensku körfuknattleiksfólki á styrk við bandaríska háskóla og stuðla þar með að haldgóðri menntun og mótun ungs fólks til að takast á framtíðina og um leið byggja undir og bæta gæði íslensks körfuknattleiks og árangur landsliða í keppni til lengri tíma litið.