Þjónusta við leikmenn

Það er gríðarleg samkeppni um íþróttastyrki í bandarískum háskólum enda ærinn kostnaður að stunda nám þar í landi. Körfuknattleiksfólk sem býr yfir getu körfuknattleikslega og námslega og hefur áhuga á að stunda nám með fyrsta flokks íþróttaðstöðu og þjálfun þarf að koma sér á framfæri og taka tíma í að standast próf og vinna skipulega að því að landa styrk. ANSAathletics vinnur að þessum þáttum með einstaklingnum þannig að viðkomandi öðlist styrk hjá skóla sem passar við getu og áherslur leikmannsins. Miklu skiptir að unnið sé markvisst í að kynna leikmanninn til viðeigandi skóla og skapa þannig eftirspurn á leikmanninum. Markviss kynning á íslenskum leikmönnum til bandarískra háskóla hefur ekki verið til staðar fram til þessa og leikmenn þurft að vinna sjálfir í að komast að hjá skólum sem takmarkar valið og útkomu úr ferlinu. Álitlegasta niðurstaðan er að leikmaður fái styrk hjá skóla sem passar við hans/hennar væntingar og getu. Til að þannig verða þarf að vinna markvisst í kynningu og samtali við skólana til að fá sem bestu niðurstöðu. Óskastaða er að hafa fleiri en einn skóli sem bjóða leikmanni styrk.

Þjónusta ANSAathletics

ANSAathletics vinnur með íþróttamanninum í sex þáttum til að ná tryggja íþróttstyrk við háskóla: við hæfi fyrir einstaklinginn: a) Leggja mat á körfuknattleiksgetu, persónuleika og námseiginleika viðkomandi; b) safna saman upplýsingum (fjölmiðlaumfjöllun, tölfræði/leikskýrslur, vídeó o.fl.) og útbúa sem markaðs- og kynningarefni; c) markaðssetja og kynna leikmann fyrir líklegum skólum sem falla að körfuknattleiks- og námsgetu íþróttamannsins; d) ráðgjöf og leiðbeiningar um umsóknarferlið í skólann (próf, einkunnaskil, vegabréf, skráningar o.fl.); e) vinna í að koma á samskiptum og upplýsingaflæði á milli leikmanns og þjálfarateymi og lykilstarfsfólki skólans sem fyrst í ferlinu til að tryggja framgang umsóknarferlisins koma á samskiptum og byggja upp traust á milli aðila e) vinna að samkomulagi við skólann og leiðbeina íþróttamanni í að ljúka umsóknarferlinu og tryggja farsælt upphaf við nám og æfingar.

Af hverju ANSAathletics

ANSAathletics byggir víðfemri reynslu við að leiðbeina körfuknattleiksfólki við að komast að á styrk við háskóla vestanahafs. ANSAathletics hefur byggt upp sambönd við þjálfara við fjölda bandaríska háskóla í bandaríkjunum sem flýtir fyrir ferlinu og gefur innsýn þær áherslur sem eru uppi hjá þjálfara í viðkomandi skóla.

Mikilvægt er að tengja saman getu og áherslur íþróttamanns við skóla sem best mætir þeim áherslum. Nokkrar spurningar sem íþróttamaður þarf að spyrja sig; er í lagi að sækja um í stærri viðurkenndari skólum í fyrstu deild þar sem mínútur spilaðar fyrsta og annað ár verða takmarkaðar, eða fremur fara í skóla í annarri deild þar sem mínútur spilaðar verð meiri jafnvel strax á fyrsta ári. Vill einstaklingur vera í skóla í norðurhluta Bandaríkjanna þar sem vetur er kaldari en á Íslandi eða fremur sunnar í mildara loftslagi. Er áhersla á að sækja um í minni skóla þar sem persónuleg tengsl myndast fljótt og stuttar boðleiðir eða meira áhersla á eða fjölbreyttari og stærri skóla sem telur mörg þúsund nemendur.. Það eru margar ákvarðanir sem þarf að taka enda verið að stefna á fjögurra ára nám og því mikilvægt að vanda valið.

Undirbúningur

Í undirbúningsfasanum þarf að vinna markvisst að því að finna skóla þar sem aðstæður og áherslur í körfuknattleik og námslega eru í takt við væntingar íþróttamannsins. Það er kostnaðarsamt og tímafrekt að hefja nám við skóla sem ekki stenst væntingar eða fellur ekki að áherslum leikmanns og mikið rask og vinna að skipta um skóla eftir að námið er hafið. Strangar reglur gildi í umsóknum og samskiptum á milli skóla og leikmanns. ANSAathletics vinnur með leikmanninum og fjölskyldu hans í tryggja ákjósanlegan skóla og jákvætt umhverfi þannig að íþróttamaðurinn bæti leik sinn, standist námið og þroskist sem einstaklingur.

Umsóknarferlið fyrir íþróttamenn sem stefna á að fá íþróttastyrk við bandarískan háskóla tekur eitt til tvö ár. Ekki ætti að áætla minna en eitt ár í undirbúning til að fylla út hinn ýmsu umsóknarform og eyðublöð auk vinnu við að finna rétta skólann og fá styrk. Til að nýta þjónustu ANSAathletics þá er fyrsta skrefið að skrá sig á umsóknarforminu hér á vefnum hverjum og einum að kostnaðarlausu.